Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Dagur leiðir Samfylkinguna áfram í borginni

Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri verður oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningunum í vor. Prófkjör flokksins fór fram um helgina og var kjörsókn 50,2 prósent.

Dagur fékk 2.419 atkvæði í 1. sæti og varð hlutskarpastur. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, fékk 1.926 atkvæði í 1. til 2. sæti og verður því í öðru sætinu.

Úrslitin urðu eftirfarandi: 

Í 1. sæti Dagur B. Eggertsson með 2.419 atkvæði í 1. sæti. 
Í 2. sæti Heiða Björg Hilmisdóttir með 1.926 atkvæði í 1.- 2. sæti. 
Í 3. sæti Skúli Helgason með 1.104 atkvæði í 1. - 3. sæti. 
Í 4. sæti Sabine Leskopf með 910 atkvæði í 1. - 4. sæti. 
Í 5. sæti Hjálmar Sveinsson með 1.122 atkvæði í 1. - 5. sæti. 
Í 6. sæti Guðný Maja Riba með 1.212 atkvæði í 1.- 6. sæti.
Í næstu sætum voru Sara Björg Sigurðardóttir í 7. sæti og Ellen Jacqueline Calmon í 8. sæti.

Þórgnýr Einar Albertsson