Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

„Ég er níutíu prósent ánægður með daginn“

Mynd: RÚV / RÚV

„Ég er níutíu prósent ánægður með daginn“

11.02.2022 - 09:50
Snorri Einarsson var nokkuð sáttur eftir að hafa lokið keppni í 15 kílómetra skíðagöngu á Vetr­arólymp­íu­leikun­um í Beijing í morgun. En ég er samt sáttur við það sem ég gerði og formið er gott en ég var kannski ekki alveg 100% í dag, sagði Snorri í viðtali en þá vissi hann ekki hvaða sæti hann hafnaði í.

Snorri gerði vel í morgun og hafnaði í 36. sæti af 99 kepp­end­um en þegar viðtalið var tekið var hann nýkominn í mark. Hann var ellefti í rásröðinni og því var biðin nokkuð löng til að heyra lokaniðurstöðuna. „Ég er níutíu prósent ánægður með daginn en þetta var ekki alveg fullkomið, en það eru nú ekki allar keppnir svoleiðis.“

„En þetta er erfið braut og það er erfitt að finna hraðann til að vera á alla leið. Ég hélt ég væri búinn að finna fínan hraða en svo var kannski var þetta aðeins of þungt þarna í lokin og þá tapaði ég örugglega svolitlum tíma. En ég er samt sáttur við það sem ég gerði og formið er gott en ég var kannski ekki alveg 100% í dag.“

„Ég fékk náttúrulega færið og veðrið sem mig langaði í síðar, vind og kulda. Í dag hafi ekki sama verið upp á teningnum en hann er spenntur fyrir næstu grein. Þú þarft að vera tæknilega góður til að skíða í brekkunum hér og mér fannst þetta aðeins verra í dag.“

Snorri keppir næst með Isak Stianson Pedersen í liðakeppni í spretti á miðvikudaginn. „Sumir eru betri í hefðbundnu og mér finnst aðeins skemmtilegra í skauti akkúrat núna svo ég hlakka alveg til 50 að skauta þar og byrja saman allir aftur, reyna nýta dagana fram að því og ég hlakka líka aðeins til að komast heim,“ segir hann.

Viðtalið við Snorra má sjá í spilaranum hér að ofan.

Tengdar fréttir

Skíði

Snorri í 36. sæti í 15 kílómetra skíðagöngu