Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Sorphirðu seinkar vegna snjóþyngsla

10.02.2022 - 14:43
Sorphirða - Mynd frá Reykjavíkurborg - ekki nota
 Mynd: Reykjavíkurborg - Fréttir
Sorphirða í Reykjavík er á eftir áætlun vegna mikils snjóþunga í borginni. Reykjavíkurborg biður íbúa að moka snjó frá tunnum, geymslum og skýlum og gæta að því að gönguleið sé greið og hálkuvarin. Þá þarf að gæta að því að hægt sé að opna hlið og hurðir sem liggja að tunnunum.

Ef starfsfólk kemst ekki að tunnunum getur farið svo að sleppa þurfi að tæma tunnurnar. Náist ekki að tæma allt sorp sem var á áætlun í vikunni færist það yfir á áætlun næstu viku, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. 

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV