Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Sjór og grjót gekk á land á Stokkseyri og Eyrarbakka

08.02.2022 - 08:18
Grjót og sjór gekk á land á Stokkseyri og Eyrarbakka. Mynd frá Sunnlenska.is
 Mynd: Guðmundur Karl Sigurdórsson - Sunnlenska.is
Gríðarlegur sjógangur var við Stokkseyri og Eyrarbakka í nótt. Sjór og grjót gekk yfir Gaulverjabæjarveg og Stokkseyrarbryggja var á kafi í sjó í gærkvöldi. Veginum var lokað og björgunarsveitir báðu fólk að vera ekki á ferli.

Á Eyrarbakka gekk sjór upp á land og yfir sjóvarnargarðinn, Sunnlenska greinir frá. 

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, segir að rosalegt rok hafi verið í allt gærkvöldi og haglél. Mikil læti voru í briminu, ölduhæð há og mikið fokið á land. Við bryggjuna hafi þari gengið á land, en ekki sé mikil hætta á stóru grjóti.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að búið sé að hreinsa Gaulverjabæjarveg og opna hann að nýju. 

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV