Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Spánn: Nefnd rannsakar misnotkun í kaþólsku kirkjunni

07.02.2022 - 14:08
epa08355615 A priest carries a cross during the procession of the Station of the Cross on Good Friday preceding Easter Celebrations at the Catholic Church of Saint Roch (Saint of Doctors and Intercessor of the Plague in the Catholic tradition) in Paris, France, 10 April 2020. Easter and religious celebrations are held without faithful while France is under lockdown in an attempt to stop the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus causing the Covid-19 disease.  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON  ATTENTION: For the full PHOTO ESSAY text please see Advisory Notice epa...
 Mynd: EPA
Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar óskaði eftir því við spænska þingið í dag að sérfræðinganefnd yrði skipuð til að rannsaka kynferðislega misnotkun á börnum innan kaþólsku kirkjunnar.

Engin slík opinber rannsókn hefur verið gerð á Spáni en blaðið El País hefur greint frá 1.246 dæmum um kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar á þeim fjórum árum sem blaðið hefur fjallað um þessi mál. Brotin ná allt aftur til fjórða áratugar síðustu aldar. Kirkjan hefur aðeins viðurkennt tvö hundruð brot á síðustu 20 árum.

Hún hefur hingað til hafnað öllum slíkum rannsókn og segist hafa sett sér starfsreglur um hvernig taka eigi á kynferðisbrotum. Þrýstingur á slíka rannsókn hefur hins vegar aukist. Ríflega helmingur spænsku þjóðarinnar er í rómversk-kaþólsku kirkjunni og yfir ein og hálf milljón barna stunda nám í kaþólskum skólum. 

Opinberar rannsóknir í bæði Frakklandi og Þýskalandi hafa leitt í ljós fjölda kynferðisbrota starfsmanna kaþólsku kirkjunnar sem stjórnendur hylmdu yfir áratugum saman.