Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Öryggisráðið ræðir Úkraínudeiluna

epa09215435 United States ambassador Linda Thomas-Greenfield sits inside the General Assembly hall during a meeting on the situation in the Middle East, including the Palestinian question, at United Nations Headquarters in New York, New York, USA, 20 May 2021.  EPA-EFE/JASON SZENES
Linda Thomas-Greenfield sendiherra. Mynd: EPA-EFE
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman síðar í dag til að ræða Úkraínudeiluna. Fundurinn er haldinn að ósk Bandaríkjamanna. Linda Thomas-Greenfield sendiherra segir að á fundinum gefist Rússum tækifæri til að útskýra gerðir sínar að undanförnu, en þeim verði ekki gefinn kostur á að afvegaleiða aðra fulltrúa ráðsins með áróðri.

Rússar kalla fundarboðið áróðursbragð vesturveldanna. Bandaríkin og fleiri ríki vinni að því að skapa múgæsingu með dyggri aðstoð vestrænna fjölmiðla. 

Tilkynnt var síðdegis að utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, þeir Sergei Lavrov og Antony Blinken, ætli að ræðast við símleiðis á morgun um nýjustu vendingar í deilu Rússa og vestrænna þjóða.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV