Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Mikil fækkun á göngudeild COVID-19 á milli daga

Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Tæplega 8.500 manns eru nú skráðir á göngudeild COVID-19 í eftirliti á Landspítala. Þeim fækkar um tæplega 1.200 á milli daga, og hafa ekki verið færri síðan 19. janúar þegar 8.290 voru á göngudeild. 32 eru nú inniliggjandi á Landspítala með COVID-19 smit. Þrír eru á gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél.

Þeim sem liggja inni með COVID-19 fækkar um þrjá á milli daga. Síðast voru svo fáir inniliggjandi vegna sjúkdómsins 20. janúar.

 
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV