Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Ungur maður látinn af skotsárum í Stokkhólmi

30.01.2022 - 08:28
Mynd með færslu
 Mynd: SVT
Maður á þrítugsaldri er látinn eftir skotárás í Rinkeby í norðvesturhluta Stokkhólms höfuðborgar Svíþjóðar. Maðurinn fannst illa særður í stigagangi fjölbýlishúss á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Fredrik Andersson varðstjóra hjá lögreglunni að enginn hafi verið handtekinn enn vegna málsins en rannsókn stendur yfir á vettvangi atburðarins. Meðal annars eru upptökur úr öryggismyndavélum skoðaðar.

Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Frumrannsókn er einnig hafin á tildrögum morðsins en ættingjum hins látna hefur verið tilkynnt um andlátið að sögn Anderssons.