Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Mexíkó: Hið minnsta þrettán fórust í rútuslysi

epa09717052 Members of the National Guard guard the area of a vehicle accident in the municipality of Lagos de Moreno, in the state of Jalisco, Mexico, 29 January 2022. The accident left 12 people dead and 11 more injured, Mexican authorities said on 29 January.  EPA-EFE/Francisco Guasco
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Að minnsta kosti þrettán fórust og tíu slösuðust þegar rúta valt í Mexíkó í gær. Tvö hinna látnu voru börn eða unglingar. Alvarleg umferðarslys eru nokkuð tíð í landinu og á síðasta ári urðu tvö mjög mannskæð slys.

Langferðabifreiðin var á leið til bæjarins San Juan de Los Lagos í Jalisco-ríki vestanvert í landinu. Þangað ætlaði fólkið að fara þrátt fyrir að árlegum hátíðahöldum í kringum helgidóm kaþólskra í bænum hafi verið aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.

Um það bil tvær milljónir sækja helgidóminn heim á hverju ári. Mannskæð bílslys eru algeng í Mexíkó en í september á síðasta ári fórust sextán í árekstri rútu og flutningabíls í Sonora-ríki í norðurhluta landsins. Í apríl fórust að minnsta kosti sextán í árekstri tveggja fólksflutningabíla á sömu slóðum.