
Fjögur börn á spítala með eða vegna COVID-19
Ríkisstjórnin blés í morgun til fréttamannafundar þar sem afléttingaráætlun stjórnvalda var kynnt.
Fyrsta skrefið er tekið strax á miðnætti þegar samkomutakmarkanir verða rýmkaðar og skemmtistöðum gert kleift að opna að nýju. Næsta skref verður tekið 24. febrúar þegar samkomutakmarkanir verða rýmkaðar enn frekar og síðasta skrefið verður tekið 14. mars ef allt gengur samkvæmt áætlun. Þá stendur til að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum.
Farsóttanefnd segir viðbúið að fjölmargir þeirra sem leiti til spítalans vegna annarra vandamála séu smitaðir. „Þetta mun valda auknu álagi á legudeildir, göngudeildir, bráðamóttökur og rannsóknardeildir. “ Ekki er reiknað með að sjúklingum á gjörgæsludeild vegna COVID eigi eftir að fjölga en þeir sem þurfi að leggjast inn á gjörgæslu vegna annarra vandamála geti verið smitaðir.
Farsóttanefnd minnir á að Landspítala beri að vernda mikilvæga starfsemi sína með öllum tiltækum ráðum og það sé ætlast til þess að hann gangi langri en gert er almennt í samfélaginu.