Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Tónlist Neils Young ekki lengur aðgengileg á Spotify

epa05012048 (FILE) A file picture dated 27 September 2014 shows Canadian musician Neil Young performing at the Harvest the Hope concert, on a farm near Neligh, Nebraska, USA. Neil Young will turn 70 on 12 November 2015.  EPA/STEVE POPE
 Mynd: EPA

Tónlist Neils Young ekki lengur aðgengileg á Spotify

27.01.2022 - 01:16

Höfundar

Streymisveitan Spotify hefur orðið við kröfu kanadíska tónlistarmannsins Neils Young um að tónlist hann verði fjarlægð af veitunni.

Young lýsti megnri óánægju sinni með að á veitunni væri að finna hlaðvarp sem hann segir að dreifi áróðri og fölskum upplýsingum sem beint sé gegn bóluefnum og notkun þeirra. 

Bandaríski háðfuglinn Joe Rogan heldur hlaðvarpinu úti. Í opnu bréfi Youngs til Spotify sagði hann að veitan þurfi að velja milli þeirra tveggja.

Milljónir hlusta á þætti Rogans að sögn Youngs og því sé ábyrgð streymisveitunnar mikil. Forsvarsmenn Spotify segjast harma ákvörðun Youngs en að hann sé ávallt velkominn þangað aftur.