Young lýsti megnri óánægju sinni með að á veitunni væri að finna hlaðvarp sem hann segir að dreifi áróðri og fölskum upplýsingum sem beint sé gegn bóluefnum og notkun þeirra.
Bandaríski háðfuglinn Joe Rogan heldur hlaðvarpinu úti. Í opnu bréfi Youngs til Spotify sagði hann að veitan þurfi að velja milli þeirra tveggja.
Milljónir hlusta á þætti Rogans að sögn Youngs og því sé ábyrgð streymisveitunnar mikil. Forsvarsmenn Spotify segjast harma ákvörðun Youngs en að hann sé ávallt velkominn þangað aftur.