Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þolandi kynferðisofbeldis fái meiri aðstoð

Mynd: Þór Ægisson / RÚV
Ráðist verður í forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreitni. „Við heyrum mikla óánægju frá þolendum kynferðisbrota og viljum reyna að horfa dálítið heildstætt á þetta, þróa áfram lausnir og íbúar sitji við sama borð. Að við séum að hlusta á okkar viðskiptafólk, finna út úr hvað við getum gert betur og öðru vísi.“

Innanríkisráðherra hefur stofnað starfshóp sem á að efla samstarf lögreglu og þeirra sem vinna gegn ofbeldi. Meðal annars á að efla þjónustu við þau sem verða fyrir kynferðisbrotum. Farið verður í vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi. Þá verður sérstaklega hugað að viðkvæmu fólki en hættara er að sé beitt ofbeldi.

„Við heyrum mikla óánægju frá þolendum kynferðisbrota og viljum reyna að horfa dálítið heildstætt á þetta, þróa áfram lausnir og íbúar sitji við sama borð. Að við séum að hlusta á okkar viðskiptafólk, finna út úr hvað við getum gert betur og öðru vísi. Og reyna bara að hlusta á okkar hóp, sérstaklega viðkvæma hópa: hvernig getum við sniðið okkar þjónustu að þeirra þörfum, t.d. bara með móttöku, hvort það þarf einhver önnur úrræði eða eitthvað slíkt. Svo er það auðvitað fræðslan. Og kannski stóra málið er að tengja saman kerfið, að allir aðilar sem koma að þessum málum séu að tala saman og finna lausnirnar sem þarf. Þannig að þolandinn sé ekki að þurfa að fara á marga staði eða fá misvísandi upplýsingar eða þess háttar,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri og formaður starfshópsins.