Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Hann segist í yfirlýsingu hafa svarað vændisauglýsingu á netinu fyrir nokkrum árum. Hann segir að sú hegðun sé ófyrirgefanleg. Einar tók við formennsku í SÁÁ fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann segir að umræða um þetta yrði einungis til þess að varpa rýrð á SÁÁ ef hann sæti þar áfram sem formaður. Hann segir því af sér og biðst afsökunar.