Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Assange fær að áfrýja framsalskröfu Bandaríkjanna

epa07622697 (FILE) - Wikileaks founder Julian Assange speaks to reporters on the balcony of the Ecuadorian Embassy in London, Britain, 19 May 2017 (reissued 03 June 2019). Reports on 03 June 2019 state Uppsala District Court in Uppsala, Sweden, 03 June 2019 denied a request of  detention of Julian Assange in absentia on rape allegations. Assange was arrested at Ecuadorean embassy in March 2019.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
Julian Assange. Mynd: EPA-EFE - EPA
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, fékk í morgun leyfi til að áfrýja til hæstaréttar Bretlands þeirri ákvörðun yfirdómstóls að heimilt sé að framselja hann til Bandaríkjanna. Áður hafði undirréttur komist að þeirri niðurstöðu að óforsvaranlegt væri að framselja hann til Bandaríkjanna vegna bágrar andlegrar heilsu og sjálfsvígshættu.

Átján ákærur bíða Assange í Bandaríkjunum, allar tengdar leka á um 500.000 leyniskjölum frá varnarmálayfirvöldum þar í landi um hernað þeirra í Afganistan og Írak. Wikileaks birti skjölin árið 2010.  Síðan 2019 hefur Assange setið inní í fangelsi í Lundúnum, vegna framsalskröfu Bandaríkjamanna.