Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Úrhelli og flóð loka öllum leiðum að Machu Pichu

22.01.2022 - 03:26
epa09700468 A view of the effects of the intense rains and the overflow of the Alcamayo River, in Aguas Calientes (Machu Picchu town), Peru, 21 January 2022. The intense rains recorded in the Andean region of Cusco (Peru) caused this 21 January the overflow of the Alcamayo River, which covered the streets of the town of Machu Picchu with stones and mud, located in the lower part of the mountains where the Inca tourist citadel is located.  EPA-EFE/Ferdinan Ccori Quispe
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Stórrigningar í sunnanverðu Perú orsökuðu flóð sem á endanum skoluðu í burtu járnbrautarteinum og brúm í gær og rufu meðal annars allar samgöngur við bæinn Machu Picchu og samnefnt borgvirki sem Inkar reistu á 15. öld. Virkið er vinsælasti áfangastaður ferðafólks í Perú, og gildir það jafnt um innfædda ferðamenn sem erlenda.

Áin Alcamayo flæddi yfir bakka sína í gær með þeim afleiðingum að lestarsamgöngur lögðust af á stóru svæði í fjallahéraðinu Cusco; vatn flæddi yfir vegi og inn í hús nærri ánni. Almannavarnir greina frá því að einn maður hafi slasast í flóðunum og annars sé saknað. Perúsku járnbrautirnar segja öllum lestarferðum á flóðasvæðunum hafa verið aflýst um óákveðinn tíma.

Í venjulegu árferði heimsækja um 1,5 milljónir manna Machu Picchu-borgarvirkið á ári hverju en heimsfaraldur kórónuveirunnar varð til þess að innan við hálf milljón lagði leið sína þangað í fyrra. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV