Stórrigningar í sunnanverðu Perú orsökuðu flóð sem á endanum skoluðu í burtu járnbrautarteinum og brúm í gær og rufu meðal annars allar samgöngur við bæinn Machu Picchu og samnefnt borgvirki sem Inkar reistu á 15. öld. Virkið er vinsælasti áfangastaður ferðafólks í Perú, og gildir það jafnt um innfædda ferðamenn sem erlenda.