Fresta kjötkveðjuhátíðinni annað árið í röð

epa09004611 A view of masks in a carnival supply store in Saara, a popular shopping center famous for selling these types of items and affected by the cancellation of the event this year, in Rio de Janeiro and of the Samba Portela school, one of the most traditional in Rio de Janeiro, Brazil, 08 February 2021 (issued 11 February 2021). This year the pandemic killed the most iconic party in Brazil and left thousands of Cariocas who live off the show without sustenance. Rio will not have its carnival and the economic consequences of its cancellation to prevent a further spread of the COVID-19 are predicted with losses estimated by the merchants' employers at 2.7 billion reais (USD 509 million).  EPA-EFE/Antonio Lacerda
 Mynd: epa

Fresta kjötkveðjuhátíðinni annað árið í röð

22.01.2022 - 03:45

Höfundar

Borgaryfirvöld í tveimur stærstu borgum Brasilíu, Sao Paulo og Ríó de Janeiró, hafa ákveðið að fresta kjötkveðjuhátíðum ársins vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í landinu að undanförnu. Kjötkveðjuhátíðirnar, með sínum litríku og metnaðarfullu skrúðgöngum og skrautlega skemmtanahaldi við upphaf lönguföstu, draga hundruð þúsunda ferðafólks til borganna á hverju ári.

Fresta hátíðarhöldum til að bjarga mannslífum

Í sameiginlegri yfirlýsingu borgarstjórna beggja borga segir að vegna mikillar útbreiðslu kórónaveirunnar hafi yfirvöld ákveðið að hátíðarhöldunum, sem áttu að fara fram seint í febrúar, yrði frestað fram í apríl, „til að bjarga mannslífum.“ Er þetta annað árið í röð sem þessum stærstu útihátíðum heims, eins og brasilísku kjötkveðjuhátíðirnar hafa verið kallaðar, er frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Aflýsa ekki öllu

Hluti hátíðarhaldanna fær þó að halda sér í Ríó. Það eru sambaskólar borgarinnar sem fara í fylkingarbrjósti skrúðgangnanna ár hvert, og þær enda jafnan á heilmikilli sýningu í heljarstórri sýningarhöll sem heitir Sambadrome og rúmar um 70.000 áhorfendur.

Og þótt engar verði skrúðgöngurnar verður þessi vinsæla lokasýning haldin, þar sem yfirvöld segjast geta haft eftirlit með því hverjir fara inn í höllina, en ekki þeim hundruðum þúsunda sem flykkjast út á götur Ríó til að fylgjast með skrúðgöngunum. 

Tengdar fréttir

Heilbrigðismál

Engin kjötkveðjuhátíð í Ríó í febrúar