FKA twigs ásamt Rema - Jealousy
Enska rósin Tahliah Debrett Barnett sem kallar sig FKA Twigs hefur átt forsíður helstu tónlistarmiðla í vikunni þökk sé nýju plötunni hennar Caprisongs. Platan sem inniheldur 17 lög fær lofsamlega dóma og þykir af mörgum vera hennar besta og poppaðasta verk eins og sést á veglegum gestalista sem inniheldur meðal annars Weeknd, Jorja Smith og rapparann Rema.