
„Ég þarf bara að finna skýringar á þessari mynd“
Sigurður hefur nú fjarlægt myndina sem birtist í svokölluðu „story“ á Facebook-síðu hans. „Ég lét taka þetta út þannig að þetta væri ekki að trufla lífið hjá mínu fólki.“
Það er ekkert spes að lögfræðingur sem ég þekki ekki baun í bala taki mynd af mér þegar ég er að labba inn á fund að hitta minn lögmann ....
Það sem er ennþá meira spes er að hann póstar myndinni á Facebookið sitt.
HJÁLP pic.twitter.com/y8tsWwVrkK
— Vitalia Lazareva (@LazarevaVitalia) January 21, 2022
Sigurður segist þurfa að finna skýringar á þessari mynd og þykir einkennilegt að enginn af vinum hans skyldi hafa tekið eftir henni þrátt fyrir að hún hafi birst í byrjun desember. Það er mánuði áður en Vitalia fór í viðtalið umtalaða.
Sigurður kveðst vera með þúsundir mynda sem hann hafi tekið sjálfur og fengið sendar. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju þessi mynd er þarna og ætla að finna út úr því í ró og næði. Svo kemur bara allur sannleikurinn í ljós og hann kann að vera öðruvísi en menn ímynda sér.“
Mennirnir fimm sem Vitalia sakaði um að hafa brotið gegn sér hafa ýmist verið leystir frá störfum eða verið sendir í leyfi.
Sigurður segist ekki vera lögmaður neins þeirra. Hann þurfi bara að skoða málið með myndina en það haldi ekki fyrir honum vöku. „Það er bara eitt sem heldur fyrir mér vöku og það er hvernig menn eru að rústa réttarríkinu.“
Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt myndina er Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata.
Það er því miður þekkt taktík hjá sumum lögmönnum að reyna að hræða kærendur skjólstæðinga sinna. Í nauðgunarmálum gengur það stundum svo langt að þolendum finnst þeim "andlega nauðgað" í réttarsal undir hörðum ásökunum verjenda sem sumir dómarar leyfa að viðgangast. https://t.co/cHmhgZ06sM
— Gisli Olafsson (@gislio) January 21, 2022