Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Vilja að fallið verði formlega frá þéttingaráformum

Mynd með færslu
 Mynd: Kristján Ingvarsson - RÚV
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að fallið verði frá áformum borgarinnar um þéttingu byggðar við Bústaðaveg, Háaleitisbraut og Miklubraut.

Tillaga að þéttingu við Bústaðaveg var lögð til hliðar að því er fram kemur í fréttatilkynningu borgarinnar 12. janúar. 

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Eyþóri Arnalds borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að ekki hafi formlega verið ákveðið að hætta við þéttingu, hvorki í borgarstjórn, borgarráði né skipulagsráði.

Þetta er bara frétta­til­kynn­ing og ætti því að vera auðvelt að fá samþykki fyr­ir því.

Tillaga flokksins segir hann að beinist að því að hætta formlega við þéttingu byggðar við Bústaðaveg. Sömuleiðis verði farið fram á að hætt verði við áform um þéttingu við Háaleitisbraut og Miklubraut.

Ómögulegt sé að hætta við aðra áætlunina en ekki hina. Haft er eftir Eyþóri að andstaða íbúa við hugmyndirnar allar hafi verið svipuð, eða 64 til 67 af hundraði. Alls bár­ust 480 svör frá íbú­um í póst­núm­er­um 103 og 108.