Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Skýrsla um þvingaða lendingu þotu í Minsk tilbúin

epa09224278 A Ryanair Boeing 737-800 lands in the Vilnius International Airport, in Vilnius, Lithuania, 23 May 2021. As Ryanair spokeswoman said, 'the aircraft carrying scores of passengers from Athens to Vilnius was diverted to the Belarusian capital under the escort of a Mig-29 fighter jet after its crew was notified by authorities in Minsk of a 'potential security threat on board'. A Ryanair flight from Athens, Greece to Vilnius, Lithuania, with Belarus' opposition journalist Roman Protasevich onboard, has been diverted and forced to land in Minsk on 23 May 2021, after alleged bomb threat. Protasevich was detained by Belarusian Police after landing, as Belarusian Human Rights Center 'Viasna' reports and Lithuanian President Gitanas Nauseda demanded immediate release of Protasevich.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Skýrsla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO, um að farþegaþotu írska flugfélagsins Ryan Air var gert að lenda í Hvíta Rússlandi 23. maí í fyrra hefur verið birt. Skýrslan var gerð opinber öllum aðildarríkjum stofnunarinnar í dag að því er fram kemur í yfirlýsingu.

Í úttektinni er farið í saumana á atburðarásinni þennan maídag þegar Alexander Lúkasjenka. forseti Hvíta-Rússlands, fyrirskipaði að orrustuþotur skyldu sjá til þess að vélinni yrði lent í Minsk.

Vélin var á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilnus höfuðborgar Litáens. Eftir lendingu voru blaðamaðurinn Roman Protasevich og Sofia Sapega unnusta hans handtekin. Þau voru meðal farþega í vélinni.

Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi báru fyrir sig að sprengjuhótun hefði borist og því hafi verið ákveðið að snúa henni til lendingar. Venjan mun vera sú að flugvélum í vanda á þessum slóðum sé snúið til Póllands eða einhvers Eystrasaltsríkjanna. 

Nokkur ríki heims ákváðu í kjölfar atburðanna að beita Hvítrússa hörðum viðskiptaþvingunum.

Ákvörðun um viðbrögð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar verður tekin á fundi 31. janúar ásamt því sem athugasemdir hvítrússneskra stjórnvalda vegna þess sem þau segja ólögmætar viðskiptaþvinganir verða ræddar.