Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Bandaríkjamenn fordæma drónaárás Húta á Abu Dhabi

epa09691288 Yemenis sit next to a fountain with fake drones set up by the Houthis at a square in Sana’a, Yemen, 17 January 2022. The Houthis have claimed responsibility for drone attacks that targeted the UAE capital Abu Dhabi on 17 January 2022, killing at least three people and wounding six others, two weeks after the Houthis seized a UAE-flagged ship in the Red Sea, claiming it was carrying military supplies. Saudi Arabia has witnessed hundreds of missile and drone strikes by the Houthis since the Saudi and UAE-led coalition intervened in Yemen’s ongoing war in 2015.  EPA-EFE/YAHYA ARHAB
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríkjastjórn fordæmir drónaárás sem uppreisnarsveitir Húta gerðu á Abu Dhabi, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í gær. Þrír féllu í árásinni og Bandaríkjamenn heita hörðum viðbrögðum.

Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir ríkisstjórnina standa einhuga að baki stjórnvöldum í furstadæmunum og að unnið verði náið með þeim og öðrum bandalagsríkjum.

Ned Price, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, bergmálar orð Sullivans og Antony Blinken utanríkisráðherra staðfesti samstöðuna við Abdullah bin Zayed Al Nahyan kollega sinn í furstadæmunum.

Hútar eru samtök síja-múslíma sem löngum hafa herjað á Jemen en furstadæmin taka þátt í hernaði þarlendis gegn þeim, sem leiddur er af Sádi-Aröbum.

Íranar styðja hersveitir Húta með ráðum og dáð en þeir hafa iðulega gert árásir yfir landamærin á Sádi-Arabíu.

Átökin í Jemen hafa færst í aukana undanfarnar vikur en talið er að 377 þúsund hafi fallið í valinn og milljónir lagt á flótta. Sameinuðu þjóðirnar segja ástandið hvergi verra af völdum stríðsátaka en þar í landi.