Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

1.080 smit innanlands - 114 á landamærum

17.01.2022 - 10:52
Mynd með færslu
 Mynd: Sölvi Andrason - Rúv
1.080 smit greindust innanlands í gær og 114 á landamærum. 54 prósent voru í sóttkví við greiningu. Alls eru nú 21.708 manns í sóttkví eða einangrun eða um sex prósent landsmanna. 763 eru skráðir með endursmit, það er að segja hafa smitast áður.

Tveir af þeim sjö sjúklingum, sem liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með COVID-19, eru í öndunarvél. Fjöldi sjúklinga með COVID hefur haldist óbreyttur um helgina eða 45. Af gjörgæslusjúklingunum sjö eru fjórir óbólusettir og þrír hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni.