Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Rautt viðbúnaðarstig vegna covid í Ekvador

epa09680994 People wait to get COVID-19 PCR tests at the facilities of the Pichincha Prefecture in Quito, Ecuador, 12 January 2022. Ecuador reported 9,341 new COVID-19 cases on 12 January, binging the tally of registered positive coronavirus infections to a total of 578,525, according to the latest epidemiological report of the Ministry of Public Health (MSP).  EPA-EFE/Jose Jacome
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Yfirvöld í Ekvador hafa lýst yfir rauðu viðbúnaðarstigi vegna tíföldunar kórónuveirusmita í landinu. Tilskipunin nær yfir 193 af 221 kantónu landsins, ásamt stórborgum á borð við Quito og Guayaquil.

Sömuleiðis hefur verið ákveðið að loka öllum skólum í landinu til 21. janúar næstkomandi. Fjöldi daglegra smita fór úr um það bil 4.000 í vikunni fyrir jól upp í 42 þúsund aðra vikuna í janúar.

Þetta kom fram í máli Jose Ruales heilbrigðisráðherra landsins þegar hann ræddi við blaðamenn. Hann sagði aldrei fleiri smit hafa greinst frá upphafi faraldursins.

Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans í Baltimore í Bandaríkjunum greindust flest smit í Ekvador, fram til þessa, undir lok apríl á síðasta ári þá um 13 þúsund talsins.

Ruales segir þessa miklu fjölgun smita vera vegna omíkron-afbrigðisins en einnig sökum mikils samgangs fólks um jól og áramót.

Opinberar tölur sem AFP-fréttaveitan hefur tekið saman sýna að 614 þúsund hafi veikst af covid og ríflega 34 þúsund látist í landinu, sem telur tæplega 18 milljón íbúa. Bólusetningar eru skylda fyrir alla landsmenn yfir fimm ára en um 81% teljast fullbólusett.