Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Yfir 100 almennir borgarar hafa farist frá áramótum

epa08844221 (FILE) The Ethiopian National Defence conducts exercises in the inaugural event of Sheger park during a military parade in Addis Ababa, Ethiopia 10 September 2020 (issued 26 November 2020). The prime minister of Ethiopia Abiy Ahmed, on 26 November 2020. ordered the army to move on the embattled Tigray regional capital after a 72 hour ultimatum to surrender had expired. Ethiopia?s military intervention comes after Tigray People's Liberation Front forces allegedly attacked an army base on 03 November 2020 sparking three weeks of unrest.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Að minnsta kosti 108 almennir borgarar hafa fallið í Tigray-héraði í Eþíópíu frá áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna sem sömuleiðis vara við miklum matvælaskorti í héraðinu.

Auk þess hafa að minnsta kosti 75 til viðbótar særst í loftárásum flughers stjórnarinnar. Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur stríðandi fylkingar til að láta tafarlaust af öllu vopnaskaki.

Tímabært sé að hefja samningaviðræður og ná sáttum því fólk í neyð þurfi á tafarlausri mannúðaraðstoð að halda. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna brýnir fyrir eþíópískum yfirvöldum að verja almenna borgara.

Árásir þeirra á skotmörk sem ekki hafa hernaðarlegt mikilvægi gætu talist stríðsglæpir að mati skrifstofunnar. Átökin hafa valdið því að illmögulegt er að koma mat, lyfjum og annarri neyðaraðstoð til þeirra sem á þurfa að halda.

Átök hafa staðið yfir um fjórtán mánaða skeið í norðurhluta Eþíópíu en tugir þúsunda hafa fallið í blóðugum átökum vopnaðra sveita Þjóðfrelsishreyfingar Tigray-héraðs og stjórnarhers Eþíópíu. Ófriðurinn hefur sömuleiðis hrakið milljónir á flótta.