Hádegisfréttir: Segja aðgerðir tilviljanakenndar

15.01.2022 - 12:16
Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin kynnti í gær eru tilviljanakenndar og leysa ekki undirliggjandi vanda heilbrigðiskerfisins að mati stjórnarandstöðunnar.

 

Flestir starfsmenn leik- og grunnskóla hafa ekki fengið örvunarskammt og geta því ekki sloppið við sóttkví líkt og þríbólusettir. Viðbúið er að sóttkví starfsmanna hafi áfram veruleg áhrif á skólastarf.

Forstjóri Landsvirkjunar, segir ná þurfi allt að tíu terawattsstundum með nýjum virkjunum til þess að unnt sé að hætta notkun óumhverfisvænna orkugjafa á landi, lofti og sjó. Orskuskiptin muni þó taka áratugi og því ekki þörf fyrir alla raforkuna á næstu árum.  

Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja Rússa þegar hafa komið herþjálfuðum skemmdarverkarmönnum fyrir í Úkraínu. Þeir eigi að hrinda af stað atburðarás sem réttlætir innrás rússneska 
hersins. Rússar segja ásakanirnar ekki eiga við rök að styðjast.

Flóðbylgja skall á eyríkinu Tonga í morgun og það flæddi inn í hús. Fólk var hvatt til að forða sér frá strandlengjunni. Ekki hefur verið tilkynnt um að nein slys á fólki. 

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV