Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Flóðbylgjuviðvörun vegna neðansjávareldgoss í Kyrrahafi

15.01.2022 - 07:43
Erlent · Hamfarir · Náttúra · Asía · eldgos · flóðbylgja · Kyrrahaf · Nýja Sjáland · Tonga · Eyjaálfa
Mynd með færslu
Paradísareyjan Vava'u á góðviðrisdegi Mynd: Tau´olunga - Wikimedia Commons
Yfirvöld eyríkisins Tonga í Kyrrahafi hafa gefið út flóðbylgjuviðvörun eftir að eldgos hófst í neðansjávareldfjalli. Nýsjálendingar hafa gert hið sama.

Myndskeið sem birst hafa á samfélagsmiðlum sýna talsverðar öldur ganga á land. Flóðbylgjuviðvöruninn nær til allrar eyjarinnar að því er fram kemur í tilkynningu veðurstofu þar í landi.

Eldgosið hófst í morgun og er það nýjasta í röð tilkomumikilla gosa í Hunga Ha'apai neðansjávareldfjallinu suð-suðaustur af Tonga.

Næstu eyjar eru Fídjí-eyjar og Wallis- og Fútúnaeyjar í norðvestri, Samóa í norðaustri, Nýja-Kaledónía og Vanúatú í vestri, Niue í austri og Kermadec-eyjar í suðvestri.

Konungsríkið Tonga er um 1.800 km frá Norðurey Nýja-Sjálands og samanstendur af 172 litlum eyjum og búa um það bil 100 þúsund manns . 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV