Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Sóttvarna-aðgerðir hertar og 10 mega koma saman

14.01.2022 - 15:57
Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon / RÚV
Sóttvarna-aðgerðir verða hertar á miðnætti. Þá mega mest 10 manns koma saman. Reglurnar gilda til 2. febrúar.

Nýju reglurnar ná ekki yfir skóla og frístunda-heimili. Sömu reglur og áður gilda um sundstaði og líkamsræktar-stöðvar.

Spilasölum og börum verður lokað. Ríkisstjórnin lofar efnahags-aðgerðum til að koma til móts við eigendur þessara staða.  

Mikilvægt að verja Landspítalann

Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Hann segir að ástandið sér alvarlegt á Landspítalanum. Mikilvægt sé að styðja við hann með öllum ráðum. Það eigi meðal annars að fjölga starfsfólki og fjölga rýmum.

„Síðan þurfum við, samfélagið allt, að ganga í takt og draga úr samgangi,“ sagði Willum.

Nauðsynlegt að herða reglurnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir, „ég held að staðan sé einfaldlega þannig að það er óhjákvæmilegt að grípa til þessara herðinga.“ Hún segist vera viss um að fólkið í landinu hafi fullan skilning á þessu. Það verði að koma heilbrigðiskerfinu í gegnum þessa bylgju af faraldrinum..

Heilbrigðisráðherra sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að stytta einangrun í fimm daga eins og Bretar og Bandaríkjamenn hafa gert.

Valið stóð um þrjá kosti

Willum segist hafa haft þrjá valkosti. Áveðið hafi verið að fara milliveginn.

Fyrsti valkosturinn var að breyta engu. Það myndi valda miklu álagi á Landspítalann, segir Willum.

Önnur leiðin var að fara úr 20 manna fjöldatakmörkunum í 10 manna takmarkanir eins og gert var.

Þriðja leiðin hefði verið fara í miklar lokanir. Willum sagði. „Við vorum að fara milliveginn í þessu.“

annathr's picture
Anna Sigríður Þráinsdóttir
málfarsráðunautur