Líklega stærsti loðnufarmur sögunnar

Mynd með færslu
 Mynd: Smári Geirsson/svn.is
Börkur NK, nýtt uppsjávarskip Síldarvinnslunnar, landaði 3.211 tonnum af loðnu í fiskimjölsverksmiðju SVN á Seyðisfirði í vikunni. Þetta er sannkallaður risafarmur og líklega stærsti loðnufarmur sem nokkru sinni hefur borist til íslenskrar hafnar.

Í frétt á heimasíðu Sildarvinnslunnar segjast  verksmiðjustjórar SVN á Seyðisfirði og í Neskaupstað aldrei hafa heyrt um stærri loðnufarm.

Beitir NK, sem einnig er í eigu Síldarvinnslunnar, hefur landað mjög stórum loðnuförmum. Hann landaði t.d. 3.117 tonnum af loðnu í Neskaupstað í vorið 2017, en þá var talað að um heimsmet væri að ræða. Þá landaði Beitir kolmunnafarmi sem var 3.220 tonn.