„Bara klassaframmistaða hjá liðinu“

Mynd: EPA / RÚV

„Bara klassaframmistaða hjá liðinu“

14.01.2022 - 21:25
Íþróttamaður ársins 2021, Ómar Ingi Magnússon, er að vonum ánægður með frammistöðu Íslands, bæði vörn og sókn, í fjögurra marka sigri á Portúgal í kvöld í fyrsta leik liðsins á EM.

„Bara klassaframmistaða hjá liðinu. Og við erum sáttir. Ég held bara heilt yfir flottur leikur og nokkuð stöðugur allan tímann.“

En var eitthvað sem kom þeim á óvart í leik Portúgala?

„Þeir spiluðu hægar en við héldum kannski. Þeir voru svolítið að drepa þetta og labba fram og aftur. Við hefðum kannski getað keyrt aðeins meira á þá og verið aðeins skarpari í því en annars var þetta bara eins og við bjuggumst við.“

„Við erum búnir að nýta tímann vel og æfa vel og við erum einbeittir og klárir,“ segir Ómar Ingi og vonast til að sigurinn í kvöld sé upphafið að góðu ferðalagi.