Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Slökktu eld í Brekkubæjarskóla

13.01.2022 - 21:47
Innlent · Akranes · Eldur
Mynd með færslu
 Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót
Slökkvilið Akraness var kallað út að Brekkubæjarskóla þegar klukkan var gengin um tuttugu mínútur í tíu í kvöld vegna eldsvoða. Dælubílar voru sendir á vettvang og eldurinn slökktur rétt í þessu.

Kennsla fellur niður í Brekkubæjarskóla á morgun, segir Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri. Hún segir ómögulegt að segja til um skemmdir bæði vegna elds og reyks, það verði metið á morgun og næstu dögum.

Það sé lán í óláni að fyrst það varð að kvikna í til að byrja með að það hafi gerst í þessum hluta skólans og á þessum tíma. Stofan hefur verið lokuð vegna raka allt skólaárið og er þegar búið að teikna upp endurbætur. 

Uppfært kl. 22:02.

Þórgnýr Einar Albertsson