EM í dag: Keppni hefst á Evrópumótinu 2022

epa08167622 Spanish players celebrate with the trophy after winning the Men's European Handball Championship final match between Spain and Croatia in Stockholm, Sweden, 26 January 2020.  EPA-EFE/ANDERS WIKLUND  SWEDEN OUT
 Mynd: EPA

EM í dag: Keppni hefst á Evrópumótinu 2022

13.01.2022 - 07:45
Í dag er fyrsti keppnisdagur Evrópumóts karla í handbolta. Mótið fer að þessu sinni fram í Ungverjalandi og Slóvakíu. Níu leikir eru á dagskrá mótsins í dag og eru tveir þeirra sýndir beint.

Báðar heimaþjóðirnar eru í eldlínunni á fyrsta keppnisdegi. Ungverjar mæta Erlingi Richardssyni og hans mönnum í Hollandi í Búdapest klukkan hálfátta. Á sama tíma mætir Slóvakía Noregi í Kosice.

Tveir leikir eru sýndir beint á RÚV 2 í dag. Klukkan fimm er leikur Evrópumeistara Spánverja og Tékka á dagskrá, og klukkan hálfátta er leikur Króatíu og Ólympíumeistara Frakklands á dagskrá.

Leikir EM í dag:

A-riðill:
Kl. 17:00 Slóvenía - Norður Makedónía
Kl. 19:30 Danmörk - Svartfjallaland

B-riðill:
Kl. 19:30 Ungverjaland - Holland

C-riðill:
Kl. 17:00 Serbía - Úkraína
Kl. 19:30 Króatía - Frakkland

E-riðill:
Kl. 17:00 Spánn - Tékkland
Kl. 19:30 Svíþjóð - Bosnía

F-riðill:
Kl. 17:00 Rússland - Litáen
Kl. 19:30 Noregur - Slóvakía

Allar upplýsingar um útsendingar RÚV frá mótinu má finna hér.