Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Einn lést af völdum COVID-19 á Landspítala

13.01.2022 - 10:10
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Karlmaður á tíræðisaldri lést á Landspítala í gær af völdum COVID-19. Andlát af völdum veirunnar eru nú samkvæmt farsóttarnefnd spítalans, 43 frá upphafi faraldursins. Þetta er tólfta andlátið í þessari bylgju faraldurins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum.

Nú liggja 43 sjúklingar inni á spítalanum með veiruna, sex eru á gjörgæslu og fjóri þeirra í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 63 ár. 13 eru óbólusettir og 30 hafa fengið minnst eina bólusetningu.

Meðal gjörgæslusjúklinga eru fjórir óbólusettir og tveir hafa fengið minnst eina bólusetningu.

8.284 eru í eftirliti covid-göngudeildar, þar af 2.588 börn. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

 
Olofre's picture
Ólöf Rún Erlendsdóttir