Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Covid-sjúklingum fjölgar á Landspítala

12.01.2022 - 10:09
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
45 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19, en það eru sex fleiri en í gær. Sjö eru á gjörgæslu, fjórir þeirra í öndunarvél, sem er sama staða og var á gjörgæslu í gær. Af þeim sjö eru fimm óbólusettir og tveir sem hafa fengið að minnsta kosti eina bólusetningu.

Meðalaldur innlagðra er 62 ár. Þetta kemur fram í stöðuyfirliti spítalans sem gert var klukkan níu í morgun.

8.551 sjúklingur er í COVID göngudeild spítalans, þar af 2.558 börn.

Nú eru 150 starfsmenn spítalans í einangrun.