Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Á sundskýlunni í heimspressunni

Mynd: Kastljós / RÚV

Á sundskýlunni í heimspressunni

11.01.2022 - 12:32

Höfundar

Þættirnir Verbúðin hafa slegið í gegn um þessar mundir. Margir velta fyrir sér sannleiksgildi þáttanna enda er þar raunverulegt fólk sem kemur við sögu. 

Þeirra á meðal er Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sem hefur komið við sögu í tveimur síðustu þáttum. Þótt höfundar hafi vissulega tekið sér skáldaleyfi byggja atriðin með Steingrími á raunverulegum atburðum.  

Í öðrum þætti Verbúðarinnar sem sýndur var fyrir rúmri viku mátti sjá Steingrím Hermannsson ræða við fréttamenn um leið og hann sagaði viðarbút. Flesta, sem þekkja sögu Steingríms, grunaði hvað myndi gerast því Steingrímur sagaði vissulega framan af tveimur fingurgómum, þótt það hafi ekki verið fyrir framan hóp blaða- og fréttamanna heldur á heimili hans síðla árs 1984.

Benedikt Erlingsson í hlutverki STeingríms Hermannssonar í Verbúðinni.
 Mynd: Verbúðin - RÚV
Benedikt Erlingsson fer með hlutverk Steingríms Hermannssonar í Verbúðinni.

Í þriðja þætti var svo annað atriði þar sem Steingrímur ræddi við fréttamenn, á sundskýlu í Laugardalslaug. Þátturinn á að gerast árið 1986 þegar leiðtogafundur Reagans og Gorbachev fór fram. Það er rétt að Steingrímur brá sér í skýluna fyrir Tom Brokaw, sem þá var fréttastjóri NBC sjónvarpsstöðvarinnar, eins og Ingólfur Bjarni Sigfússon og Ragnar Santos rifjuðu upp í þætti sem gerður var í tilefni tuttugu ára afmælis leiðtogafundarins í Höfða.

„Ég gleymi ekki blaðamannafundinum sem ég hélt og það mættu margir blaðamenn, en aðalspurningin sem ég fékk var hvort ég tryði líka á álfa og huldufólk eins og aðrir Íslendingar,“ sagði Steingrímur um fundinn. „Í raun og veru gat ég ekkert sagt þeim af fundinum, bara frá undirbúningnum. Og ég sagðist aldrei hafa hitt álfa, en amma mín hefði verið góður kunningi þeirra og ég tryði henni.“

Tengdar fréttir

Sjónvarp

„Áskorunin var klárlega í því að Sveppi missti höndina“

Sjónvarp

„Það lék allt á reiðiskjálfi“

Sjónvarp

Berrössuð á súru balli á Siglufirði