Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Tveir fréttamenn myrtir í átökum glæpagengja á Haítí

epa09561862 The leader of Haiti's main armed gang, Jimmy Cherizier, alias Barbecue, tours the La Saline neighborhood, in Port-au-Prince, Haiti, 03 November 2021. Barbecue, kingpin of the group called G9 Fanmi e Alye, summoned the national and international press in the impoverished neighborhood of La Saline and read a statement charging against the Government and calling for the resignation of Prime Minister Ariel Henry. Criminal groups, mainly G9 Fanmi and Alye, have been spreading terror for months, with the exception of two brief truces after the assassination of President Jovenel Moise on 07 July and the earthquake that struck the south of the country on 04 August.  EPA-EFE/Orlando Barria
Glæpagengi eru afar valdamikil á Haítí og fara ekki leynt með það. Jimmy Cherizier, foringi stærsta og valdamesta glæpagengis Haítís, G9 Fanmi e Alye, kallaði jafnt innlenda sem erlenda blaða- og fréttamenn á sinn fund í nóvember og fór með þá í skoðunarferð um eitt af mörgum fátækrahverfum höfuðborgarinnar og gagnrýndi um leið stjórnarhætti ríkisstjórnarinnar harðlega.  Mynd: epa
Glæpagengi á Haítí drap í gær tvo fréttamenn í höfuðborg landsins, Port-au-Prince. Útvarpsstöðin Radio Ecoute, þar sem annar hinna myrtu starfaði, greindi frá þessu í kvöld og sagði fréttamennina tvo hafa fallið í skotbardaga glæpamanna. Þriðji fréttamaðurinn á vettvangi átakanna komst undan ósærður.

Glæpagengi vaða uppi á Haítí og ráða víða lögum og lofum. Fréttamennirnir voru að störfum í úthverfi Port-au-Prince þar sem nokkur slík gengi hafa barist um yfirráðin af mikilli hörku síðustu vikur. Ástæðan er sú að í gegnum hverfið liggur eina færa leiðin frá höfuðborginni til suðurhluta landsins, fyrir utan aðalþjóðveginn, en hann hefur verið á valdi öflugasta glæpagengis landsins síðan í júní í fyrra, segir í frétt AFP.