Útbreiðsla omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi hefur verið afar hröð síðustu daga. Níutíu prósent covid-sýkinga innanlands eru af omíkron-afbrigðinu. Þetta segir í færslu á vef embættis landlæknis. Tíu prósent smitanna eru vegna delta-afbrigðisins.