Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Fangaði sköpunarkraftinn í miðju eyðileggingarinnar

Mynd: Kastljós / RÚV

Fangaði sköpunarkraftinn í miðju eyðileggingarinnar

06.01.2022 - 10:13

Höfundar

Brak úr siglfirskum skíðaskála sem varð undir snjóflóði er uppistaðan í skúlptúr sem Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður bjó til og sýnir myndir af í Hverfisgallerí nú um mundir.

Hrafnkell fangaði athygli borgarbúa á nýju ári með verkinu Upplausn sem prýðir yfir 350 auglýsingaskjái á höfuðborgarsvæðinu. Þar sýnir hann stafrænar teikningar þar sem hann hefur þysjað inn í myndir úr Hubble-sjónaukanum af vetrarbrautum í himingeimnum.  

Brak úr siglfirskum skíðaskála sem varð undir snjóflóði er uppistaðan í skúlptur sem Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður bjó til og sýnir myndir af í Hverfisgallerí nú um mundir. Hrafnkell fangaði athygli borgarbúa á nýju ári með verkinu Upplausn sem prýðir yfir 350 auglýsingaskjái á höfuðborgarsvæðinu. Þar sýnir hann stafrænar teikningar þar sem hann hefur þysjað inn í myndir úr Hubble-sjónaukanum af vetrarbrautum í himingeimnum.
 Mynd: Kastljós - RÚV

Á sama tíma stendur yfir sýningin Recondestruction, eða Tjónverk, í Hverfisgalleríi. Þar sýnir Hrafnkell ljósmyndir af skúlptúr sem hann gerði í sumar norður á Siglufirði úr braki sem varð til þegar snjóflóð féll á skíðaskálann í Skarðsdal.  

„Ég gekk fram á þetta brak í sumar þegar ég var í vinnustofudvöl í Herhúsinu á Siglufirði og heillaðist af formunum og litunum. Ég sá fyrir mér að ég gæti nýtt þetta í verk og til varð þessi uppstilling, þessi skúlptúr eða hraukur. Hann raðaðist upp svona eins og náttúran býr til sín form. Mér fannst eins og þessi kraftar sem lægju til staðar í brotunum héldu áfram í gegnum mig og til varð þetta form. 

Ég sýni það á stöpli og tek myndina með langri linsu þannig að ég næ hreinum bláum sakleysislegum himni bakgrunni og tek mynd frá nokkrum hliðum. Þannig að þetta er verk sem hefur nokkrar hliðar og vísar í nokkrar áttir.“ 

Brak úr siglfirskum skíðaskála sem varð undir snjóflóði er uppistaðan í skúlptur sem Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður bjó til og sýnir myndir af í Hverfisgallerí nú um mundir. Hrafnkell fangaði athygli borgarbúa á nýju ári með verkinu Upplausn sem prýðir yfir 350 auglýsingaskjái á höfuðborgarsvæðinu. Þar sýnir hann stafrænar teikningar þar sem hann hefur þysjað inn í myndir úr Hubble-sjónaukanum af vetrarbrautum í himingeimnum.
 Mynd: Kastljós - RÚV

Þótt Upplausn og Tjónverk kunni að virðast andstæður við fyrstu sýn, annað stafrænt af himingeimnum, hitt efniskennt á jörðinni, segir Hrafnkell þau eiga sitthvað sameiginlegt.  

„Tilfinningin var bara náttúrukraftur og sköpunarkraftur. Og þetta fjallar kannski mest um það, sjálfa sköpunina, sprenginguna, Litla hvell, sem að tengir aftur við útilistaverkið þar sem mikli hvellur kemur við sögu.”  

Fjallað var um verk Hrafnkels í Hverfisgalleríi og á auglýsingaskiltum borgarinnar í Kastljósi. Horfa má á innslagið hér að ofan.  

Tengdar fréttir

Myndlist

Út fyrir endimörk alheimsins á auglýsingaskiltum

Myndlist

Hrímbóndinn Hrafnkell í samstarfi við náttúruöflin

Myndlist

Upplausn alheimsins