Valskonur höfðu betur gegn Grindvíkingum

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

Valskonur höfðu betur gegn Grindvíkingum

05.01.2022 - 21:00
Grindavík og Valur mættust í eina leik úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í kvöld. Valskonur unnu leikinn, 73-58, en eru þó enn í þriðja sæti deildarinnar, þó aðeins tveimur stigum á eftir Fjölniskonum í öðru sætinu.

Valskonur voru öflugri í fyrsta leikhluta og kláruðu hann með átta stiga forskoti, 20-12. Annar leikhluti var jafn og staðan í hálfleik 35-26. Seinni hálfleikurinn var svo jafnari hjá liðunum en forystan sem Valur náði í fyrsta leikhluta varð að lokum það sem lagði grunninn að góðum fimmtán stiga sigri, 73-58. 

Ameryst Alston var atkvæðamest Valskvenna með 22 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Edyta Ewa Falenzcyk skoraði 16 stig, tók 9 fráköst og átti 3 stoðsendingar í liði Grindavíkur. 

Með sigrinum tryggir Valur sig enn frekar í þriðja sæti deildarinnar og situr nú þar með 16 stig, tveimur stigum minna en Fjölnir og Njarðvík í efstu tveimur sætunum en Njarðvíkingar eiga leik til góða.