
Tígurinn Charly og órangútaninn Sandai bólusett
Ákveðið var að bólusetja dýrin í tilraunaskyni þar sem þau tilheyra tegundum sem eru taldar í mikilli hættu á að smitast af COVID-19. Nota var bóluefni sem er þróað sérstaklega fyrir dýr.
Bóluefnið býðst ekki enn á almennum markaði. Næstum fimm og hálf milljón manna hefur látist af völdum COVID-19 en sjúkdómurinn hefur einnig greinst í mannöpum, apaköttum og stórum kattardýrum í dýragörðum.
Veiran hefur einnig fundist í villtum hjartardýrum, heimilisdýrum og minkum. Auk þeirra Charly og Sandai fengu þrjú ljón, þrjú fjallaljón og tvö tígrísdýr annan skammtnn af bóluefni fyrsti skammtur var gefinn 13. desember.
Ekkert dýr hefur verið skimað fyrir veirunni í dýragarðinum og ekkert hefur sýnt einkenni. Nokkrir dýragarðar í Bandaríkjunum hafa tilkynnt þá ætlun sína að bólusetja dýr en það hefur hvergi verið reynt í Rómönsku-Ameríku utan Chile.