Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Höfðaborg: Eldur blossaði aftur upp í þinghúsinu

04.01.2022 - 00:37
epa09664959 Fire fighters battle a blaze on the roof of the National Assembly building as smoke billows from a fire flare up at the South African Parliament National Assembly building in Cape Town, South Africa, 03 January 2022. A fire that broke out in the South African parliament building in Cape Town on 02 January flared up again 03 January in southerly winds blowing across the city. Police have arrested a suspect.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Eldur blossaði upp að nýju í þinghúsi Suður-Afríku í Höfðaborg nokkrum klukkustundum eftir að talið var að náðst hefði að hemja bálið. Elsti hluti þinghússins, sem var reistur árið 1884, er gjörónýtur.

Eldur kviknaðir í húsinu á sunnudaginn og lögregla hefur í haldi mann sem kemur fyrir dómara á morgun ákærður fyrir innbrot, skemmdir á opinberum eigum og íkveikju.

Vindhviða virðist hafa orðið til þess að eldurinn glæddist að nýju og þegar kvölda tók í Höfðaborg mátti sjá eldtungur standa upp af húsinu.

Tólf slökkviliðsmenn voru þá á vakt við húsið en samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins liggur ekki enn fyrir hvort tekist hefur að slökkva að nýju.

Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, lofar framgöngu slökkviliðsmanna en viðurkennir að sjálfvirkt slökkvikerfi hússins hafi ekki verið virkt. Enginn slasaðist í brunanum en þingið er í jólafríi.