Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Covid-sýnataka frestast vegna veðurs

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Ekkert verður af áður auglýstri sýnatöku vegna COVID-19 á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun vegna mjög slæmrar veðurspár. Gul veðurviðvörun vegna norðvestan storms eða roks gildir á Suðausturlandi, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum þar til síðdegis á morgun.

Ný tímasetning verður auglýst síðar á morgun eða þriðjudag að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi í kvöld. Aðgerðastjórn biður þá sem hafa einkenni Covid-smits um að halda sig heima og forðast umgengni við aðra.   

Tímasetning sýnatöku verður auglýst á vefsíðu og á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands og með tilkynningu frá aðgerðastjórn, meðan annars á vef lögreglu og Facebook-síðu hennar.

 

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV