Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Þinghúsið í Höfðaborg stendur í björtu báli

02.01.2022 - 06:46
Eldur kviknaði í þinghúsinu í Höfðaborg aðfaranótt 2. janúar 2022.
 Mynd: MARCO LONGARI©Ritzau Scanpix
Mikill eldur logar nú í byggingu suðurafríska þingsins í Höfðaborg. Húsið sjálft stendur í björtu báli ef marka má lýsingar fréttamanna AFP-fréttaveitunnar í borginni.

Eldtungur standa upp úr þaki byggingarinnar og sprungur teknar að myndast í veggjum. Haft er eftir talsmanni slökkviliðs í borginni að illa gangi að hemja eldinn en engar vísbendingar eru um eldsupptök að svo stöddu.

ÞInghúsið samanstendur af þremur byggingum en sú elsta var vígð árið 1884. Hinar tvær eru frá þriðja og níunda áratug síðustu aldar og hýsa þingið sjálft. Í apríl á síðasta ári eyðilagðist mikið og einstakt skjalasafn tengt afrískri sögu þegar bókasafnsbygging háskólans í Höfðaborg brann. 
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV