Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Laumaðist yfir hlutlausa svæðið yfir til Norður-Kóreu

02.01.2022 - 05:12
epa06939745 A South Korean sentry post (front) and North Koren sentry post (above) face each other across the inter-Korean border near the demilitarized zone (DMZ) on Paju in Gyeonggi province, South Korea, 10 August 2018. South and North Korea will hold a high-level meeting on 13 August on the northern side of the truce village of Panmunjom to review implementation of their previous summit agreements and discuss preparations for a new meeting between their leaders, the unification ministry said on 09 August.  EPA-EFE/JEON HEON-KYUN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ekki hefur tekist að hafa uppi á manni sem fór yfir landamæri Kóreuríkjanna frá Suðrinu til Norðursins. Afar fátítt er að nokkur laumi sér í þessa átt yfir landamærin sem vopnaðar sveitir vakta daga og nætur.

Hins vegar hafa yfir 30 þúsund flúið frá Norður-Kóreu yfir til Suður-Kóreu á þeim áratugum sem liðnir eru frá lokum Kóreustríðsins. Flestir fara fyrst yfir til Kína áður en þeir reyna að komast inn í Suður-Kóreu.

Maðurinn sást á eftirlitsmyndavélum á hlutlausa svæðinu sem skiptir Kóreuskaganum í tvennt, á tíunda tímanum í gærkvöldi að staðartíma. Svæðið er þakið jarðsprengjum og tryggilega gætt beggja vegna af þungvopnuðum hermönnum.

Örfáir hafa því lagt leið sína út á svæðið, þó fór norðurkóreskur flóttamaður aftur frá Suður-Kóreu gegnum svæðið árið 2020.

Það varð til þess að íbúum landamæraborgarinnar Kaesong var gert að sæta útgöngubanni af ótta norðurkóreskra stjórnvalda um að maðurinn væri smitaður af COVID-19

Leit hófst að manninum án árangurs en ljóst þykir að hann fór frá Suður-Kóreu yfir til Norður-Kóreu. Þarlendum stjórnvöldum hefur verið tilkynnt um málið. Fulltrúar suðurkóreska hersins segjast ekki hafa orðið varir við óvanalega athafnasemi hermanna norðanmegin.