Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Fjölda flugferða aflýst vegna veðurs vestanhafs

epa07432416 An American Airlines Boeing 737-800 departs from Ronald Reagan-National Airport in Arlington, Virginia, USA, 12 March 2019. The Boeing 737 Max 8 aircraft has come under scrutiny after similar deadly crashes in Ethiopia and Indonesia. Several countries and airlines have grounded 737 Max 8 planes.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Miklar tafir urðu á flugferðum innan Bandaríkjanna í gær gamlársdag og einnig raskaðist millilandaflug talsvert. Aflýsa þurfti mjög mörgum ferðum sem rekja má til illviðris víða um land sem bætist við mikla útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.

Á vefsíðunni FligthAware má sjá að Bandaríkin eiga ríflega 2.700 af tæplega 4.700 afboðuðum flugferðum þann dag. Sömuleiðis neyddust bandarísk flugfélög til að aflýsa tæplega sex þúsundum ferðum innanlands.

Southwest flugfélagið einna varð verst úti en ekkert varð af 13 prósent flugferðum þess á gamlársdag. Flugvellir í Chicago voru meira og minna lokaðir vegna óveðurs og snjókomu þann dag. 

Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur mikil áhrif í flugi eins og annars staðar. Flugáhafnir og annað starfsfólk hefur þurft að boða forföll vegna veikinda eða vegna dvalar í sóttkví. Alls er talið að 7.500 flugferðum hafi verið aflýst um jólahátíðina á heimsvísu vegna þess.