Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Grunnskólakennarar skrifa undir nýjan kjarasamning

Skólabörn
 Mynd: Guðmundur Bergkvist
Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning síðdegis í gær. Þetta segir í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands.

Samningurinn gildir til fimmtán mánaða, eða frá áramótum og fram til 31. mars 2023, en gildandi kjarasamningur rennur út í dag.

Þetta er í fyrsta sinn sem grunnskólakennarar skrifa undir nýjan samning áður en gildandi samningur rennur út.

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir þann 14. janúar.