
Árið 2021 afar hagfellt íslenskum lífeyrissjóðum
Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag þar sem teknar eru saman tölur sem varpa ljósi á ávöxtun Almenna lífeyrissjóðsins og Frjálsa lífeyrissjóðsins sem birta allt að því rauntímagögn um stöðu fjárfestinga sinna.
Fjárfestingaleiðir hjá þeim sjóðum sýni raunávöxtum sem nemur 14,5 og 16,4%.
Haft er eftir Gunnari Baldvinssyni framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins að hagfellda ávöxtun lífeyrissjóða megi þakka ýmsum aðstæðum í alþjóðahagkerfinu en ekki síst afar lágu vaxtastigi.
Arnaldur Loftsson framkvæmdastjóri Frjálsa segir að verð á hlutabréfamörkuðum hafi hækkað mjög á árinu.
Gunnar varar við að með mikill ávöxtun nú sé að einhverju gengið á ávöxtun framtíðarinnar, að ekki sé ólíklegt að ávöxtun komandi ára verði undir sögulegu lágmarki.