Breska strandgæslan flytur hóp flóttafólks, þar á meðal nokkur börn, til lands í Dover, eftir að bátur fólksins fannst á reki nærri ströndinni Mynd: epa
Nær sjötíu manns var komið til bjargar á Ermarsundi á jólanótt. Fréttastofa Sky hefur eftir bresku strandgæslunni að fólkinu hafi verið bjargað af tveimur litlum bátum um klukkan hálf tvö aðfaranótt jóladags, og siglt í land í Dover á suðurströnd Englands.
Frönsk yfirvöld stöðvuðu einnig för báts með flóttamenn um borð, en ekki hefur verið gefið upp hversu margir voru um borð í honum.
Tom Pursglove, ráðherra dómsmála og málefna ólöglegra innflytjenda, varar fólk við því að reyna að komast til Bretlands yfir Ermarsundið. Hann segir að fólk eigi frekar að sækja um alþjóðlega vernd í fyrsta örugga landinu sem það kemst til. Breska ríkisstjórnin sé með í bígerð hörð innflytjendalög, þar sem það verður glæpsamlegt að koma ólöglega til Bretlands að innflytjendum vitandi. Auk þess varðar allt að lífstíðardómi að skipuleggja ólöglega flutninga fólks inn til landsins að hans sögn.