Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Kvika reynir að brjóta sér leið upp á yfirborðið

Mynd: Þorvaldur Þórðarson / Þorvaldur Þórðarson
Nýjar gervitunglamyndir staðfesta kvikusöfnun á Reykjanesskaga. Kvikan reynir að brjóta sér leið upp á yfirborðið, og veldur jarðskjálftum. Grannt er fylgst með svæðinu.

Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga, þótt heldur hafi dregið úr skjálftum síðdegis í dag. Hátt í fimmtíu skjálftar 3 að stærð eða stærri hafa riðið yfir undanfarna tvo sólarhringa, þar af einn skjálfti upp á 4 síðustu nótt. 

Náið er fylgst með Reykjanesskaganum og þeim hræringum sem þar eru, og í dag hefur staðið yfir úrvinnsla á gevitunglamyndum sem teknar hafa verið af svæðinu.