Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Dýrið færist nær tilnefningu til Óskarsverðlauna

Úr kvikmyndinni Dýrið (Lamb) eftir Valdimar Jóhannsson.
 Mynd: A24

Dýrið færist nær tilnefningu til Óskarsverðlauna

21.12.2021 - 23:33

Höfundar

Íslenska kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson komst á stuttlistann svokallaða hjá bandarísku kvikmynda akademíunni, sem notaður verður við val á tilnefningum til Óskarsverðlauna. Myndin er í flokknum Alþjóðlegar kvikmyndir, ásamt 14 öðrum kvikmyndum sem sköruðu fram úr á árinu.

Listinn (e. shortlist) er líkt og einskonar undanúrslit fyrir Óskarsverðlaunin, svo það telst til tíðinda þegar íslenskt kvikmyndagerðarfólk ratar á listann. þar er að finna allra bestu 15 erlendu kvikmyndir ársins að mati akademíunnar, sem svo gefur út tilnefningar sínar þann 8. febrúar 2022 en lokahátíð fer fram þann 27. mars.

Dýrið, eða Lamb eins hún heitir á ensku, varð gríðarlega vinsæl vestanhafs og þénaði yfir milljón bandaríkjadali, fyrst íslenskra kvikmynda.

Dýrið hefur þegar hlotið gífurlegt alþjóðlegt lof á árinu, en þau unnu Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fyrir bestu tæknibrellurnar. Myndin var að auki valin besta myndin á spænsku kvikmyndahátíðinni Sitges Fantastic Film Festival, þar sem aðalleikkona Dýrsins, Noomi Rapace hlaut einnig verðlaun sem besta leikkona. Á sömu hátið sigraði Valdimar Jóhannsson í flokknum „bestu nýji leikstjóri“.  Myndin var hlaut verðlaunin „frumlegasta myndin“ á hinni virtu kvikmyndahátíð í Cannes.

 

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Dýrið verðlaunað fyrir bestu brellurnar

Kvikmyndir

Dýrið framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndir

Dýrið fyrst íslenskra mynda yfir milljón dali

Kvikmyndir

Dýrið sýnt á 600 tjöldum í Bandaríkjunum