Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Smitin tengd Alþingi orðin ellefu

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
María Rut Kristinsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar og aðstoðarmaður flokksformannsins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, hefur greinst með kórónuveiruna. Hún er sú ellefta sem greinist í tengslum við hópsmitið á Alþingi. Nú hafa þá sex þingmenn, einn varaþingmaður og fjórir starfsmenn greinst smitaðir.

María greindi frá smitinu á Facebook síðu sinni um hádegi í dag. Hún er sú sjötta sem greinist með COVID-19 úr þingflokki Viðreisnar.

Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis segir heildarumfang smitanna ekki alveg komið í ljós, því einhverjir munu fara í covid próf í dag. Vegna hópsmitsins hafa smitvarnir í þinginu verið hertar, starfsfólk er hvatt til að vinna heima hafi það tök á og skammtað verður í bakka í mötuneytinu til að fækka sameiginlegum snertiflötum. Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum seinnipartinn í dag til að ákveða hvort þingfundur verði í Alþingishúsinu á morgun en þegar hefur verið ákveðið að nefndarfundir fari fram í gegnum fjarfundarbúnað.